Góður bílstjóri / betri bílstjóri!

Minni kostnaður
Minna slit
Minni mengun
Aukið öryggi
Tímasparnaður

Ég býð nú upp á kennslu í vistakstri (EcoDriving) sem er nýjung á Íslandi.

Vistakstur miðar að því að gera ökumenn meðvitaðri um aksturslag sitt og stuðla þannig að sparnaði á rekstrarkostnaði bílsins, minni mengun og auknu umferðaröryggi. Einnig hefur komið í ljós að vistakstur hefur oft í för með sér tímasparnað.

Vistakstursnámskeiðið fer fram í kennslubílnum og tekur alls 3,5 kennslustundir (2-3 klst.). Í bílnum er „Econen“ vistaksturskennslutölvan sem gerir kleift að sýna fram á að með lítilsháttar breytingum á aksturslagi er unnt að gera margt í senn, ss. auka hraða, spara bensín, minnka viðhaldskostnað, auka öryggi í akstri og minnka útblástur skaðlegra lofttegunda.

Hægt að minnka eldsneytiskostnað við akstur að meðaltali um 10% - 15% og reksturskostnað bifreiðar, ss. viðhald og hjólbarðaslit, um svipað hlutfall.

Dæmi eru um mun meiri sparnað.

Á forsíðu