Ert þú að fara að framlengja bráðabirgðaökuskírteinið (2ja eša 3ja ára skírteinið)?

Nú þurfa allir sem ætla að endurnýja bráðabirgðaökuskírteinið sitt  að fara í akstursmat hjá ökukennara sem hefur fengið tilskilin réttindi til að framkvæma slíkt mat.

Hafðu samband!

Fyrir þá sem vilja vita meira: 

Akstursmat
Akstursmat er könnun á því hvort mat ökumanns á eigin aksturshæfni, akstursháttum og öryggi í umferðinni sé í samræmi við raunverulega getu hans. Markmið akstursmats er að ökumaðurinn geri sér grein fyrir hæfni sinni og getu í umferðinni með tilliti til umferðaröryggis.
Allir sem hafa fengið eða fá bráðabirgðaökuskírteini þurfa að fara í akstursmat áður en fullnaðarökuskírteini er gefið út.
Hægt er að fá bráðabirgðaökuskírteini endurnýjað í fullnaðarökuskírteini eftir eitt ár hafi viðkomandi ökumaður ekki fengið punkta vegna umferðarlagabrota og fengið jákvætt akstursmat.

Ökukennarar sem hlotið hafa þjálfun og leyfi Umferðarstofu framkvæma akstursmat.

Í maí 2002 samþykkti Alþingi breytingar á umferðarlögum m.a. um akstursmat en sá hluti breytinganna tók gildi í ársbyrjun 2003.

Þá tók gildi 7. janúar 2003 breyting á reglugerð um ökuskírteini til að útfæra framkvæmd akstursmats.

Á forsíðu