TILHÖGUN ÖKUNÁMS TIL B-RÉTTINDA
Síðast uppfært 
28.01.13

Ökutímar
Þú getur hafið ökunám þegar þú ert orðin(n) 16 ára, t.d. ef þú ætlar að fá æfingaleyfi. Þú byrjar á að taka nokkra ökutíma  þar til þú ert orðin(n) fær um að aka að mestu sjálfstætt (oft 10-12 tíma). Síðan getur þú fengið Æfingaleyfi. En fyrst þarf að ljúka fyrri hluta ökuskóla.

Æfingaleyfi
Til að þú getir farið í æfingaleyfi þarf foreldri eða foreldrar (eða annar aðili sem er amk 24 ára og hefur haft bílpróf í amk 5 ár) að fá leyfi lögreglustjóra til að leiðbeina þér. Þú tekur 10-12 ökutíma  og fyrri hluta bóklega námsins áður en æfingaleyfið er veitt. Tilvonandi leiðbeinandi/leiðbeinendur koma með í einn af síðustu ökutímunum fyrir æfingaleyfið. Tilgangurinn er að sýna hæfni og getu þína og sýna áherslur og kröfur fyrir bílpróf. Því næst tekur leiðbeinandinn við þjálfuninni næstu vikur eða mánuði.
Æfingaleyfi getur verið til styttri eða lengri tíma. Hægt er að taka ökutíma samhliða æfingaleyfisakstri ef óskað er.

Ökuskólar:

Ökuskólinn Ármúla 17

Ökuskólinn í Mjódd

Netökuskólinn

Ekill (Fjarnám)

Umsókn um ökuskírteini og skriflega ökuprófið
Þú hefur samband við ökukennara til að panta ökutíma og færð afhend frekari gögn til undirbúnings skriflega prófsins. Skriflega prófið máttu taka tveimur mánuðum fyrir sautján ára afmælið.
Áður en þú hefur æfingaasktur með leiðbeinanda þarftu að fylla út UMSÓKN um bílpróf.  Þú ferð svo sjálf(ur) með hana til lögreglustjóra eða sýslumanns því þú þarft líka að undirrita þar. Umsókninni þarf að fylgja mynd. 

Ef þú notar gleraugu eða linsur eða hefur þurft að svara játandi einhverjum spurningum aftan á umsóknarblaðinu þarftu einnig læknisvottorð. Venjulega dugar sjónpróf á heilsugæslustöð hafi einhverri af þremur fyrstu spurningunum verið svarað játandi.

Þremur dögum eftir að umsókn hefur verið lögð inn til lögreglustjóra má panta skriflega ökuprófið hjá Frumherja hf í síma 570-9070. Þau eru haldin í húsnæði Frumherja hf, Hesthálsi 6-10, einu sinni - tvisvar sinnum á dag alla virka daga. Síðan ferðu í skriflega prófið. Ef þú stenst það ekki geturðu endurtekið það viku síðar. 

Mundu að hafa persónuskilríki með í skriflega prófið. Þeirra er krafist eftir 1.1.2009

 

Frumherji - Tímasetningar skriflegra  prófa B-réttinda - s. 570 9070

Kl.

Mánud.

Þriðjud.

Miðvikud.

Fimmtud.

Föstud.

 09:00

Skriflegt

 

 

 

Skriflegt

10:00

 

Sérpróf

 

Sérpróf

 

13:00

Sérpróf

 

Sérpróf

 

Sérpróf

14:00

 

Skriflegt

 

Skriflegt

 

15:00

Skriflegt

 

Skriflegt

 

Skriflegt

16:00

 

Skriflegt

 

Skriflegt

 

Ath: Sérpróf eru fyrir fólk með lestrarörðugleika s.s. dislexiu ofl.

Ökuskóli 3:

Eftir ökuskóla 1-2 og eftir 12-14 ökutíma þarftu að fara í ökuskóla 3. Hann er  á Kirkjusandi við Borgartún.  Þú skráir þig sjálfur/sjálf í hann eftir að ég staðfesti að þú sért tilbúinn/tilbúin.

Munnlega og verklega ökuprófið
Síðan kemurðu til mín í síðustu ökutímana til undirbúnings verklega prófsins. Ég panta verklega prófið (munnlegt – og aksturspróf) og það tekurðu á kennslubílinn. Verklega prófið máttu taka viku áður en þú verður 17 ára.

Bráðabirgðaökuleyfi - Ökuskírteini
Bráðabirgðaökuleyfið er veitt strax að ökuprófi loknu (þó ekki fyrr en þú ert orðin(n) 17 ára).  Bráðabirgðaökuleyfinu er svo skipt út fyrir þriggja ára ökuskírteini nokkrum dögum síðar.

 

Aktu varlega !

Á forsíðu