Ætlar þú að læra á bíl?

Gunnsteinn R. Sigfússon ökukennari

Akstursmat

Þarftu að fá fullnaðarskírteini?

Ég hjálpa þér með akstursmatið fljótt og vel.

Misstir þú ökuréttindin?

Ég aðstoða þig við að fá þau aftur.

Kenni á bæði bein- og sjálfskiptan bíl.

Nú getur þú valið hvort þú lærir á bein- eða sjálfskiptan bíl. Ef þú tekur ökuprófið á sjálfskiptan bíl, eru réttindin bundin við akstur á þeim. Hins vegar er tiltölulega lítið mál að bæta þá við sig réttindum á beinskiptan bíl síðar meir.

Um mig

Ég hef starfað við ökukennslu frá árinu 2006 en starfaði áður sem lögreglumaður á höfuðborgarsvæðinu.

Einnig er ég annar tveggja eigenda Netökuskólans og hef komið að samningu kennsluefnis þar.

Bílarnir

Kenni á beinskiptan Kia Stonic og sjálfskiptan Nissan Qashqai.

Þeir eru mjög liprir og þægilegir og hafa reynst vel í kennslunni.

Netökuskólinn

Netökuskólinn er stærsti ökuskóli landsins.

Þar tekur þú ökuskóla 1 og 2 í fjarnámi.